Núna var fyrri umferð að 8 liða úrslita í meistaradeildinni að ljúka hjá 4 liðum. Milan sigraði deportivo 4-1 og Porto Lyon 2-0.

Milan er nánast öruggt áfram í undanúrslitin en síðast þegar þeir spiluðu á heimavelli Deportivo unnu þeir 0-4. Deportivo voru hreint út sagt yfirspilaðir en vörn Milan gerði ein mistök í leiknum og var þeim refsað fyrir þau. Kaka er að sanna það fyrir heiminum að hann ætlar sér stóra hluti í fótboltanum og nú er eins gott fyrir Milan að halda í hann.

Portomenn eru ekki eins öruggir en ég spái (og vona) að þeir komist áfram í undanúrslitin. Þetta lið fer alveg ógeðslega í taugarnar á mér og það væri ágætt ef Milan fengi þá og sýnt þeim hvað Porto eru með ekki eins gott lið og þeir halda.

Á morgun verða bilaðir leikir en ég spái Arsenal áfram enda hafa þeir á eftir Milan verið að spila best liða í Evrópu á þessari leiktíð. Þó finnst mér einhvernig típískt að Chelsea komist áfram enda er þetta eina keppnin sem þeir hafa raunverulega möguleika að vinna. Eiður Smári verður örugglega í byrjunarliðinu en tekst engan veginn að skora enda er það honum ofviða að skora í tveim leikjum í röð.

Real Madrid - Monaco verður örugglega töff leikur þar sem Morientes snýr aftur á Bernabeau. Hann var svo vanmetinn hjá þeim að það var ekki eðlilegt. Real er jú á toppi deildarinnar en hefur verið að fá 1 stig af síðustu 9 mögulegum en endurkoma Ronaldo gæti skipt sköpun.

Milan á eftir að ganga frá Porto í undanúrslitunum. Ekkert meir um það að segja. En Real - Arsenal verður örugglega drulluskemmtilegar viðureignir. Undanfarin 7 ár hefur það verið hefð hjá Real að vinna meistaradeildina annað hvert ár. Þannig þetta ár ætti að vera þeirra. En Arsenal hefur hinsvegar ekkert verið að gera neina gloríur í Evrópukeppnum. Unnu uefa cup ‘70 (sem er B-keppni meistaradeildarinnar) og svo unnu þeir uefa cup winners cup (Evrópukeppni bikarhafa ’94) það er allt og sumt.

En þetta verður næstum því árið þeirra og spái þeim áfram í úrslitin.

Þannig AC Milan og Arsenal berjast um bikarinn og þar sem leikmenn Arsenal hafa enga reynslu, breidd né mátt til að mætta liði eins og Milan tapa þeir og Milan vinnur sinn 7. meistardeildar titil og Maldini og Costacurta vinna sinn 5 titil og jafna með Di Stefano og einhverja aðra sem spiluðu með Real þegar þeir unnu deildina 5 ár í röð ‘56- ’60.

En þetta er bara mín spá