Um Færeyja meistara HB Eins og flestir vita eiga Kr-ingar erfiðan leik fyrir höndum í dag þegar þeir fá í heimsókn Færeysku deildarmeistarana HB. Leikurinn er liður í Atlantic-bikarkeppninni þar sem leiða saman hesta sína íslands meistararnir og meistarar Færeyja á hverju ári. Atlantic-bikarinn hóf göngu sína í fyrra og sigraði þá ÍA B36 2-1 í Færeyjum. Mikill áhugi er fyrir leiknum í Færeyjum og ætla Færeyskir stuðningsmenn HB að fjölmenna á KR völlinn og búist er við um 40 manns frá föröyum.

HB frá Þórshöfn í Færeyjum var stofnað í nóvenber árið 1904. HB er einn af fjórum stærstu klúbbunum í færeyjum ásamt B36, GÍ Götu og B36. Liðið á að baki glæsilegan árangur í færeysku ofurdeildinni svokölluðu. Liðið hefur hvorki meira né minna orðið 16. sinnum Færeyskir deildarmeistarar og 22. hafnað í öðru sæti. HB hefur orðið bikarmeistari oftar enn nokkuð annað lið í Færeyjum eða 22. sinnum. Nokkrir leikmenn HB hafa leikið með Færeyska landsliðinu og má þar m.a nefna leikmenn á borð við Una Arge, Jan Dam, Bárð Johannesen, Símún Elíasen, Rúna Nölsoe(fyrirliða),Rógvi jacobsen og Andrew av FLØTUM. Einnig leika með liðinu tveir Danir þeir Martin Christiansen og Karsten From(f.v leikmaður FC Midtjylland úr CM) og Rúmmeninn Nicu Dogaru. Þjálfari liðsins er síðan Danskur og heitir kauði Frank Skytte. HB sigraði verðskuldað í Færeysku ofurdeildinni á seinasta tímabili eins og sjá má hér fyrir neðan.

1 HB Tórshavn 18 13 2 3 52 19 33 41
2 NSÍ Runavík 18 11 3 4 38 21 17 36
3 KÍ Klaksvík 18 10 3 5 45 25 20 33
4 GÍ Gøta 18 10 2 6 33 30 3 32
5 B36 Tórshavn18 9 5 4 55 27 27 32
6 B68 Toftir 18 7 5 6 28 28 0 26
7 VB Vágur 18 6 4 8 18 24 -6 22
8 Skála 18 3 4 11 23 41 -18 13
9 EB/Streymur 18 3 3 12 19 42 -23 12
10TB Tvøroyri18 1 3 14 18 72 -54 6

Og áttu markhrók deildarinnar þetta árið

1 Andrew av Fløtum HB 18
2 John Petersen B36 15
3 Øssur Hansenn B68 12
4 Jón Rói Jacobsen HB 12
5 Hjalgrím Elttør KÍ 11

Í Færeyjum spila leimennirnir aðeins hálf atvinnumennsku heldur Vinna á fullu með boltanum enn þeim finnst gaman að og taka fótboltanum sem alvarlegu áhugamáli. Aðstaða til knattspyrnu iðkunnar í Færeyjum er ekki góð miðað við það sem þekkist hér á íslandi. Í Færeyjum eru aðeins 3. grasvellir síðast þegar að ég vissi og fer stór hluti deildarkeppninnar í Færeyjum fram á gervigrasi. HB spilar t.d á sand gras vellinur í Gundadal, þrátt fyrir að hann er sandgrasvöllur er völlurinn glæsilegur á að líta með tvær yfirbyggðar stúkur sitt hvorumegin við völlin sem að rýma 5000 áhorfendur. Þrátt fyrir slaka aðstöðu til knattspyrnu iðkunnar hefur Færeyska Landsliðinu að ná góðum úrslitum á móti stórþjóðum á Alþjóða vettveangi og er helst að nefna frábær úrslit á móti Skotum og þjóðverjum í undankeppni EM 2004.

Ég hef fylgst með boltanum í Færeyjum í svolítinn tíma og ég vona að þið sem lásuð þessa ritningu að þið hafið orðið einhverju nær um Færeyska Knattspyrnu.

Annars hvet ég alla til að mæta á KR völlin og berja Færeysku goðin augum.

Allir á völlinn