Landsliðshópurinn gegn Eistum Atli Eðvaldsson hefur tilkynnt leikmannahópinn fyrir vináttualandsleikinn gegn Eistlandi í Tallin 20. nóvember. Atli hefur kallað á Þórð Guðjónsson, Tryggva Guðmunds, Pétur Marteins og Arnar Grétarsason aftir í hópinn eftir nokkra fjarveru. Þá vekur athygli að Arnar Gunnlaugsson hefur verið valinn í hópinn en hann hefur lítið sem ekkert fengið að spila með Dundee í skoska boltanum en sagði þó í síðustu viku að hann hefði akki verið í betra formi síðan hann var hjá Bolton. Einnig vekur athygli að Eiður Smári, Rúnar Kristins, Lárus Orri og Brynjar Björn eru hvíldir. Atli sagði að Lárus Orri Sigurðsson væri í fríi vegna þess að “það þjónaði hans tilgangi betur að hvíla í þetta skiptið.”

Birkir Kristinsson - ÍBV
Árni Gautur Arason - Rosenborg BK
Arnar Grétarsson - Lokeren
Hermann Hreiðarsson - Ipswich Town FC
Helgi Sigurðsson - SFK Lyn
Þórður Guðjónsson - VfL Bochum
Arnar B Gunnlaugsson - Dundee FC
Tryggvi Guðmundsson - Stabæk IF
Pétur Marteinsson - Stoke City FC
Arnar Þór Viðarsson - Lokeren
Bjarni Guðjónsson - Stoke City FC
Marel Baldvinsson - Stabæk IF
Ívar Ingimarsson - Wolverhampton W. FC
Jóhannes Karl Guðjónsson - Real Betis Balompié
Bjarni Þorsteinsson - Molde FK
Haukur Ingi Guðnason - Keflavík
Ólafur Stígsson - Molde FK
Gylfi Einarsson - Lilleström SK