Chelseamenn voru óheppnir að vinna Birmingham ekki stærra heldur en 3-0. Eiður Smári skoraði fyrsta mark Chelsea eftir aðeins tveggja mínútna leik og bætti svo örðu marki við tuttugu mínútum seinna, rétt fyrir hálfleik bætti Zola þriðja markinu við og Birminghammenn máttu vera sáttir við að Chelsea hefði ekki verið búið að skora fleiri mörk. Í seinni hálfleik var það sama upp á teningnum og Chelseamenn réð öllu á vellinum og óðu í mark tækifærum hvað eftir annað og var Eiður Smári óheppinn að ná ekki þrennunni eftir mörg góð færi. William Gallas skoraði svo mark sem var dæmt af vegna rangstöðu. Chelsea hélt áfram að sækja og átti Petit skot í slánna og átti markmaður Birmingham stóran þátt í því að Birmingham voru ekki niðurlægðir, hann varði mörgum sinnum úr dauðafærum. Jesper Grönkjær, Carlton Cole og John Terry var öllum skipt inn á fyrir lok leiksins og var Eiður Smári tekinn útaf um miðjan seinni hálfleik og náði hann því ekki að fullkomna þrennuna. Þess má geta að Hasselbaink, Stanic og Zenden eru ennþá meiddir, en Stanic og Zenden gætu verið klárir í slaginn fyrir næsta leik!
Með siginum fór Chelsea upp fyrir Manchester United sem tapaði óvænt fyrir grönnum sínum Manchester City!