McClaren hættur hjá landsliðinu - Sven ekki Ég var að sjá á Teamtalk að Steve McClaren hefði hætt sem aðstoðarmaður Sven Göran Erikson hjá enska landsliðinu. Sagði að þetta væri alfarið sín eigin ákvörðun og hefði ekkert með brotthvarf Adam Crouzier að gera.
Sven Göran þakkaði Steve hans framlag og sagðist ekki glaður með þessar fréttir en virti ákvörðunina. Sagði við sama tækifæri að hann myndi halda áfram með landsliðið í bili, þó hann hefði sagt að hann myndi væntanlega hætta ef Crozier færi.

“Þetta voru ótrúleg vonbrigði og við getur ekki afsakað svona lélegan leik” sagði Gary Neville eftir leik Englendinga gegn Makedónum. Bætti svo við “Við fengum á okkur ótrúleg grísamörk og dómarinn var arfaslappur”
Einmitt – engar afsakanir, eða?

Sést hefur til leikkonunnar Gwyneth Palthrow þar sem hún hleypur og teygir á sér alla skanka á Stamford Bridge, heimavelli Chelsea.
Þegar athugað var hvort Claudio Ranieri væri alveg búinn að missa það og hefði fengið liðsstyrk kom í ljós að hún á íbúð rétt við völlinn og fær að halda sér í formi á vellinum. Þetta er nú lögulegasti kvenmaður og maður ætti kannski að skoða “Brúnna” við tækifæri?


Sagt er að Gary Megson sé ekki búinn að gefast upp við að ná í Hermann Hreiðarsson og ætli að halda áfram að rembast í janúar þegar markaðurinn opnar en eins og allir vita afþakkaði hann gott boð í haust, og það frekar tvisvar en einu sinni.

Sergei Rebrov langar ekki aftur til Rússlands og vill stefna á Ítalíu eða Spán í janúar.
Spurs keyptu hann á 11 millur en talið er að Spartak Moskva geti fengið hann á 4 í janúar en samkvæmt þessu fer hann varla þangað.

Liverpool og Juventus berjast um Michael Tonge, leikmann Sheffield United og er talið að hann fari á annan hvorn staðinn eftir áramót. Sheffield vill fá a.m.k. 3 millur sem reyndar er sama upphæð og David Moyes, stjóri Everton, ætlar að bjóða í Danny Higginbotham hjá Derby. Þeir geta varla hafnað slíku boði enda í bullandi peningavandræðum.

Talandi um Everton þá vona ég bara að þeir skíttapi fyrir Leeds í dag, þó ég sé ekkert alltof bjartsýnn enda mínir menn ekki beinlínis á svaka skriði!