Flestir gera sér ekki alveg grein fyrir hvað kattarfár er og fara því ekki reglulega með kisurnar sínar í sprautur..

Kattarfár er í raun nokkrir veirusjúkdómar sem geta borist hratt á milli katta, því er mikilvægt að sprauta þá við þessu reglulega. Fyrsta sprautan er oftast gefin þegar þeir eru ca 8 vikna, næsta 12. vikna og eftir það er vissara að gera það árlega.

Einkenni Kattarfárs eru: Hálsbólga, niðurgangur og breytingar í blóði. Langoftast fylgir hár hiti, uppköst og rennsli úr nefi og augum. Kötturinn missir matarlyst og verður sljór og deyfðarlegur.

Takir þú eftir eitthverju af ofartöldu hjá kettinum þínum skaltu umsvifalaust fara með hann til læknis. 95 af 100 köttum með Kattarfár sem komast ekki til læknis deyja úr sjúkdómnum! Kötturinn getur dáið 3-5 dögum eftir að einkenna verður vart.
Þótt svo að kisi komist til læknis getur hann fengið eftirköst, sem geta varið í margar vikur eða mánuði. Þau lýsa sér oft með niðurgangi sem kötturinn hefur enga stjórn á og þetta verður frekar subbulegt hjá honum.
En með þolinmæði og læknismeðferð ná kettirnir sér oftast aftur.

Svo í guðanna bænum folks.. látið sprauta kisurnar ykkar reglulega!