Við vorum að fá okkur eitt stk norskan skógarkött fyrir stuttu. Frábær kisi en…

Í fyrstu héldum við að hann væri eitthvað rosalega matvandur. Var rosa svangur en hann reyndi alltaf að grafa yfir matinn eftir að hafa þefað á honum. Við keyptum nokkrar tegundir, bæði ketlingamat og venjulegan mat og ekkert breyttist. Það var ekki fyrr en við settum smá vatn í dolluna með þurrmatnum að hann fór loks að borða með bestu lyst í staðin fyrir að neyða matinn ofaní sig á nóttunni eins og áður fyrr.

Er þetta algengt að kettir hagi sér svona?

Hef sérstakar áhyggjur þar sem um daginn þá réð hann ekki við sig og var nærri því búinn að skíta í sófann því hann alllt í einu þurfti að fara, no time for toilet.
_______________________