Foreldrar mínir eru að fá sér hvolp en fyrir eigum við 5 ára gamla læðu. Ég er í heimavistarskóla svo að ég verð ekki beint til staðar til að hjálpa þeim að koma dýrunum saman en ég ætlaði að fá ábendingar og kannski góð ráð frá huganotendum :)
Já, læðan 5 ára norskur skógarköttur (blanda samt) og er ógeld og hundurinn er 4 mánaða hreinræktaður íslenskur fjárhundur.

Aðal vandræðin sem ég held að verði er að læðan er soldið frek og ræður fullkomlega sínu svæði! Hún hefur ekki alist upp við lítil börn = mjög gott líf og hefur alltaf haft að minnsta kosti 4 einstaklinga til þess að hugsa um sig og er þessvegna orðin soldið ofdekruð :P En hún hefur róast með árunum svo við ákváðum að prófa að taka hvolpinn í einhverja daga til að prófa.

Eigið þið bæði hund og kött, eða þekkið einhver sniðug ráð til þess að auðvelda báðum dýrunum þetta?

Bætt við 1. maí 2007 - 11:03
Okey, þau hittust í gær, kötturinn urraði svolítið ef hundurinn kom of nálægt en annars var þetta ekkert má þannig sé. Engin slagsmál og læti. Ég ætla að gefa þessu amk. viku - 2 viku og sjá svo hvort þetta er farið að ganga upp eitthvað ;)
Shadows will never see the sun