Já eftir að hafa skoðað marga korka hérna sé ég að nokkrir eignuðust sín gæludýr með því að bjarga þeim frá svæfingu og þessháttar.

Til gamans væri skemmtilegt ef fólk myndi segja frá sinni sögu í styttri útgáfu.

Ég á tvo ketti, Trítill og Súsí.
Ég og kærastan mín leituðum lengi af kettlingi, en þar sem við búum fyrir norðan var það ekki eins einfalt og að segja það…

Stuttu seinna sáum við þessa auglísingu þar sem ljúf kona var að gefa kettlinga, og lofaði hún okkur svörtum kettlingi. Þegar á staðin var komið hafði hún hinsvegar óvart látið svarta kisann frá sér og var einungis með hvít/gráröndóttan/svartann kettling, sem var svo pínkulítill að hjarta mitt bráðnaði gjörsamlega.

Við tókum við kettlinginum og ákváðum að kalla hann Trítill, þar sem hann var svo lítill og bjargarlaus án okkar ;)

Fyrstu vikurnar (2 vikur ca) var hann samt svo lítill í sér að ég varð sjálfur að svæfa hann, annars gat hann ekki sofið. Sem var að vísu á góðu hliðina litið, krúttlegt :)

Svo 2 mánuðum seinna þá segir systir mín mér að hún þurfi að lóa sínum kettlingi, og ég heirandi þetta gat ekki leift það.
Svo ég bað hana um að koma henni til mín og það gerði hún.

Svona fyrstu dagana þá gerði hún (Súsí) og trítill ekkert annað en að slást, sem er bara augljóst að þau berjast um hver ráði.

En núna, að sjá þau saman er æðislegt, þau kúra alltaf saman, og oftast heldur trítill utan um hana þegar þau sofa.

Þetta er svona stutt útgáfa af sögunni minni um hvernig ég fékk kettlingana mína;)
(p.s ég sendi mynd af þeim kúrandi við tækifæri ;)
Endilega takið þátt.
Beer, I Love You.