Eftir um 2 vikur af löngum leitarferðum af honum Kewell fannst hann fagnaðarlætin brutust út og hringt var í alla ættingja sem höfðu hjálpað til við leitina..

en svona var þetta… starfsmenn hertz bílaleigunnar höfðu séð skítugan og svangann kött á vappi þarna í um 2-3 daga, þeir höfðu gefið honum að borða og verið góð við hann. Svo tóku þau eftir að hann var með númer í eyranu, svo að þessir yndislegu starfsenn hringdu og tjékkuðu á þessu.

eftir að þeir höfðu komist að því hver eigandinn er hringdu þeir heim til frænku minnar sem er eigandinn. Hún á heima þarna rétt hjá og var svo ánægð að hún hljóp til að ná í hann, á leiðinni til baka spriklaði kötturinn eins og fiskur að reyna að komast aftur í vatnið. En hún ætlaði sko ekki að sleppa honum aftur. Allir heimilisgestir urðu mjög ánægðir og gleðin tók völd.. en annars hlakkar mig mjög til að fara að heimsækja kewell aftur og sjá hvort hann hefur grennst..