Sæl verið þið, verð bara að deila þessu með einhverjum.
Læðan mín átti 7 kettlinga fyrir 3 vikum, einn var ekki fullburða,nánast fóstur en samt lifandi. Annar var fullskapaður en afskapleg smár og horaður. Þessir 2 dóu fyrstu nóttina og kom ekki á óvart. En því miður var einn enn sem var líka dálítið minni en hinir 4, hann var með gisinn feld og stækkaði mjög lítið.ég ákvað að láta náttúruna hafa sinn gang, hann gat greinilega ekki nýtt næringuna vel og hefur eflaust verið með meltingargalla. Hann dó eftir tæpl. 2 vikur.
Nú héldum við ( ég á 3 stálpuð börn) að þeir 4 sem eftir eru myndu hafa það gott en núna í dag eru það bara 3 sem eru að þroskast eðlilega og eru í góðum holdum, sá fjórði er að veslast upp og er greinilega ekki að nærast nóg. Ég skil það ekki því að fyrstu 2 vikurnar var hann á stærð við hina.
Ég ætla að gefa honum ábót í dag og kannksi fara með hann á dýraspítalan svo hægt sé a bjarga honum. Vonandi er það ekki of seint.
Ég hef aldrei átt kisu áður sem átt hefur kettlinga og þessi reynsla gerir það að verkum að ég hef ekki áhuga á að ganga í gengum svona aftur. Það er greinilegt að 7 er allt of mikið, það hefur ekki verið pláss til að allir þroskuðust eðlilega, þeir voru allr of smáir við fæðingu. það má líkja þessu við fyrirburafæðingu kannski en ég og börnin erum sérstaklega miður okkar að enn einn sé að veslast upp núna þó að 3 vikur séu liðnar og þannig ætti mesta hættan að vera liðin hjá (hélt ég)

bestu kveðjur
Helga