Ég bý í blokk, fyrir ári síðan var það dregið upp á fundi hvort að dýrahald í blokkinni væri leyft. Það vildu allir nema einn leyfa dýr í blokkinni. Er það þar með talið að bannað sé að vera með inni ketti þar sem einn mótmælti?
Málið er nefnilega það að ég er að fara gæta kisu yfir nótt og var að spá hvort að það sé alveg bannað fyrir mig að gæta hennar.
Mér finnst þetta svolítið asnalegt að dýr sem eru bara inni í íbúð séu bönnuð ef það sé málið. Er einhver sem veit hvernig þessi lög virka?

Kveðja
Plebba