Ég var að spá. ég á kött og ég vorkenni honum. ég þtók þá hræðilegu ákvörðun fyrir rúmum 2 árum að það væri snjallt að alla meistarann upp sem innikött. mér finnst það nú skelfilegt. hann meikar það alveg en ég fæ bara upp í kok af því að sjá þennan magnaða ferfætling lokaðann inni þegar hann gæti verið úti að gera það sem kettir gera: sprella, merkja sér svæði, lenda í áflógum og vandræðum. ég hef átt 5 ketti um ævina og þetta er fyrsti innikötturinn. ég veit að hann verður oft sorgmæddur þar sem hann “pirrast” mjög á góðum dögum og situr oft vælandi út í glugga horfandi á aðra ketti og langar að veiða fugli og “kattast” eins og hann á rétt á að gera.
ég er nú að flytjast búferlum og í íbúð með sér-inngangi. mig langar að vita hvort eitthvert ykkar hafi reynslu af því að venja innikött á það frelsi sem er að vera útiköttur og hvernig ykkur gekk með þá breytingu.

ég elska kisann minn og mig langar að leyfa honum að lifa.