Kisan mín er úti kisa og tókum við þá ákvörðun að kettlingar væru eitthvað sem við nenntum ekki að standa í og létum þá kisu litlu á sjúkrahús að taka hana úr sambandi (Dýralækningastofu Dagfinns) og alltílagi með það. Nema núna undanfarið hefur hún fitnað soldið mikið en okkur var bara sagt að það væri af því það væri búið að taka hana úr sambandi, en núna síðustu 3 daga hefur hún hegðað sér mjög einkennilega. Hún reynir að komast bak við allt og undir allt (sem hún er ekki vön að gera) Hún fer ofaní kassa og er bara í alla staði mjög undarleg. Getur verið að aðgerðin hafi ekki tekist og hún sé þá bara kettlingafull????? Mér finnst það ótrúlegt ef það er, en vitið þið um einhver dæmi?
Eru þið með einhverjar hugmyndir um hvernig er hægt að vita eða finna hvort læðurnar séu kettlingafullar?
Kveðja Sigga
Kveðja Sigga