Hæ, og takk fyrir svörin varðandi litla vælukjóann minn. Mig langaði bara að segja ykkur frá því að hann er allur að koma til, orðinn vel tryggur á aðstæðunum hérna og hefur ekki heyrst píp í honum í dag. Hann er ofsalega kelinn, svo horfir til vandræða, hann vill bara vera hjá “mömmu”, kúra í fanginu og leyfir mér ekki að hunsa hann eina sekúndu, sem út af fyrir sig er bara yndislegt. Lítur allt út fyrir að ég hafi eignast mikla kelirófu. Frábært! Allavega, vildi þakka fyrir svörin. Ég vissi nú sosum að hann var bara með heimþrá, en það var gott að fá smá staðfestingu á því sem ég hélt. Mig grunar að hann eigi eftir að gefa mér efnivið í skemmtilegar sögur hérna í framtíðinni.
Bless og takk aftur.