Kisubörnin kátu

Sælir Hugarar!

Nú hefur lítið heyrst í mér frá því Nikkí greyið datt út um gluggann hérna í vor. Ýmslegt hefur drifið á hennar daga síðan en sennilega er það merkilegast að hún eignaðist lítinn bróður. Við Ingólfur ákváðum að fyrst við færum að vera minna heima en hefur verið þar sem hann verður í krefjandi námi í vetur og ég að vinna fulla vinnu með skólanum þá væri vonlaust að hafa hana alltaf eina heima. Svo haldið var í kattholt…

Það er rosaleg lífsreynsla að fara í Kattholt, ég hefði viljað taka svona 20 kisur með mér heim. En að lokum vorum við búin að þrengja valið niður í 2. Annar var 3-4 mánaða fress sem hét Hans, brúnbröndóttur og svolítið skemmtilegur í útliti. Hinn var gulur kettlingur pínulítill og yndislegur. Ákvörðunin var mjög erfið en hún var það ekki fyrir Hans. Hann tók strax miklu ástfóstri við Ingólf klifraði upp á axlirnar á honum og labbaði hring eftir hring malandi hástöfum og sleikjandi á honum nefið og eyrun. Við ákváðum á endanum að taka Hans því við treystum okkur ekki til að hafa nógu mikinn tíma til að ala upp svona lítinn kettling.

Hans kom með okkur heim og hitti Nikkí. Hún urraði stanslaust í tvo daga!!

Ég tók fljótlega eftir því að hann var eitthvað veikur í maganum en þeir í Kattholti segja á vefnum sínum að kettlingar geti haft í maganum í allt að viku eftir að þeir koma á nýtt heimili. Ég beið í 10 daga en þá var hann farinn að kúka og pissa á gólfið svo ég fór með hann upp í Kattholt. Hún vildi nú meina að ekkert væri að honum því hann var svo elskulegur og lék sér að pennanum hennar en sagði mér að fara með hann á dýraspítalann og láta skoða hann.

Hann fékk lyf og eftir tvær vikur var hann orðinn nýr kettlingur. Nú er hann orðinn stærri og sterkari og ofboðslega fallegur lítill kisi. Honum og Nikkí kemur ágætlega saman en slást svolítið mikið. Aðallega vegna þess að eftir að hann varð heilbrigður sér hann hana ekki í friði og er alltaf að hoppa á hana. Nikkí er svo mikil hefðarkisa að hún er ekki að fíla það.

Jæja, þetta er orðið ágætt í bili…

Kannski segi ég ykkur sögur seinna af kisubörnunum kátu..

Kveðja,

Ína Sif, Nikkí og Snjólfur.