Ég var að spá, kötturinn minn er stutthærður persi, ss blanda af persnesku og venjulegum. Yndislegt dýr og allt það, en málið er að hann er orðinn 10 ára gamall og ég er ansi hrædd um að hann eigi ekki langt eftir. Maður sem ég þekki er kattaræktandi og sagði nefnilega að svona ræktaðir kettir lifi mun styttra lífi en aðrir, og 13 ár væri mjög hár aldur fyrir svona persneska.
Kisan mín er ekki neitt veik eða neitt svoleiðis, en feldurinn er farinn að dofna og röddin er orðin rám. Og ég sem er að fara í nám til útlanda á næsta ári og verð allt að 3 ár í burtu! :(
Ætli ég muni kveðja kisuna mína endanlega áður en ég fer?