Kæru lesendur og áhugamenn um kisur,

Sem meðlimur í ræktendafélagi norskra skógarkatta (nfo) langar mig að vekja athygli ykkar á því að “síðhærður húsköttur” telst ekki til hreinræktaðs síðhærðs kötts s.s. norsks skógarkötts, persa, somali, maincoon eða Saint Birma svo eitthvað sé nefnt.

Það ber mjög mikið á auglýsingum þar sem fólk óskar eftir síðhærðum köttum sem samkv. staðli eru hálfsíðhærðir húskettir. Þessar blöndur geta borið í sér ýmis gen sem alls er óvíst hvort séu Somali, nfo, persi, maincoon eða aðrar síðhærðar kattartegundir.

Við sem leggjum metnað og áhuga í hreinræktun viljum leiðrétta þennan misskilning og fá þá aðila sem eiga hálfsíðhærða blendinga til að tileinka sér að nota rétt nafn samkvæmt staðli sem er hálfsíðhærður húsköttur.
Sjálf átti ég mjög erfitt í fyrstu með að gera nokkurn greinamun á blendingum og hreinræktuðum en munurinn er augljós þegar að er gáð.

Við köllum ekki siamsketti persa eða persa norskan skógarkött eins er síðhærður húsköttur allt annað en hreinræktaður köttur.

Takk fyrir lesninguna!

Margrét Birna
www-i-love-cats.com/meow/nfo
Skógarkettir.tk