Það er erfitt að eiga ketti…
Þegar ég fékk fyrsta köttinn minn, hélt ég að hann mundi alltaf vera hjá mér. Því miður varð hann aðeins 14 mánaða. Það var keyrt á hann. Konan sem ók á hann, tók hann upp og fór með hann heim. Þaðan hringdi hún í mig og sagði mér hvað gerst hafði. Stuttu seinna fór ég til hennar og sótti kisuna mína. Ég var miður mín en ég held að konan hafi liðið mjög illa. Hún var sjálf kattaeigandi og var alveg miður sín að sjá. Var með tárin í augunum þegar ég kom til hennar, örugglega í miklu sjokki. Ég tók kisuna mína og fór með hana heim. Konan hringir í mig og býðst til að kaupa kistu fyrir kisuna mína. Tveim vikum seinna hringir konan í mig og spyr hvort ég hafi vellt því fyrir mér að fá mér aðra kisu. Ég hafði verið búin að velta því fyrir mér en ekkert meir. Konan segir að hún sé með kettlinga og ef ég hafi áhuga þá megi ég fá einn. Daginn eftir fer ég til hennar, ég skoða kettlingana og þeir voru allir mjög sætir. En ég sá engan svona “sérstakan”. Með því meina ég að ég sá engan sem höfðaði virkilega vel í mig þótt þeir væru allir gullfallegir. Þá kemur konan inn með einn í fanginu, hann var “NÁKVÆMLEGA” eins og sá sem keyrt hefði verið á. Hann var þessi sérstaki sem ég var að leita að. Ég tók hann heim og hann var alveg eins og fyrri kisan mín, bæði í útliti og hegðun. Þeir voru báðir mikið fyrir að sofa í kjöltunni minni, opnuðu báðir hurðir og fleira. Ég er nokkuð viss um að fyrri kisan mín hafi verið pabbinn. Ég bjó aðeins einni götu fyrir ofan konuna. Þessi kettlingur var hjá mér í 1 ár en þá var honum stolið. Tveimur árum seinna fær “ræninginn” ógeð á kettinum mínum og fer með hann upp í kattholt. Þar finnast margir pappírar um kisuna mína. Ég hafði leitað að henni stanslaust í 3 mánuði en þá gaf ég upp vonina. Kattholt hringir í mig 2 árum eftir að kisan mín hvarf og segir að hún sé fundin. Því miður var ég komin með 2 ketti þegar og þessum þriðja líkaði ekki vel við hina fyrri tvo. Ég reyndi í næstum 2 vikum að koma þeim öllum þrem saman en það gekk ekki. Ég reyndi að finna honum annað heimili en það gekk ekki. Ég varð að svæfa kisuna mína sem ég hafði saknað svo mikið í 2 ár. Þetta var það erfiðasta sem ég hef gert og ég lofaði mér að þetta skildi aldrei koma fyrir mig aftur, ég ætlaði aldrei að svæfa kisu aftur. Nú hafði ég misst tveir kisur en ég þakkaði samt fyrir það að ég átti tvær kisur sem ég dýrkaði. Kisurnar tvær sem ég átti núna - fress og læða - voru algerir innikettir. Ég vildi ekki þurfa að missa enn eina kisuna svo ég ákvað að hafa þær innikisur. En ég missti samt aðra kisuna mína :( Fressið hafði haft exem frá kettlingsaldri og hafði verið á lyfjum alla´sína ævi en seinustu 5 mánuði lífs hans hafði kisan mín myndað ónæmi gegn lyfjunum. Það blæddi stanslaust úr eyrunum og hálsinum á kisunni minni og hún kvaltist. Ég vildi ekki að ´hann yrði að lifa svona - kvalinn og fann örugglega sífellt til í sárunum. Mánudaginn 23 júlí var hann svæfður :( Í dag á ég þó enn eftir litlu læðuna mína. Mér finnst eins og ólukkan elti mig, ég á greinilega ekki að eiga kisur. Nú eru allir að spyrja mig hvernig ég fái mér aðra kisu… mér langar í aðra kisu, ekki bara vegna mín líka vegna litlu læðunnar minnar. Hún er inniköttur og ég er hrædd um að hún verði einmana ef ég ´fæ mér ekki annan…