Alvarlegt Mál!
Það týnast margir kettir á hverju ári og margir heyra ekkert um þá eða hvað um þá hefur orðið. Ég hef lent í því að missa tvo ketti, annan var því miður keyrt á en það sem gerðist var fyrir hinn köttinn minn fannst mér hræðilegt og ég trúi varla að svona nokkuð geti gerst. Seinni kötturinn minn hvarf sumarið 1998. Við fórum í allar búðir í nágrenninu með auglýsingar, birtum í DV og mogganum svona “týnd dýra” grein og bjuggum til blöð með mynd af kettinum og dreifðum um allt. Við fórum einnig upp í Kattholt og báðum þau um að láta okkur vita ef einhver kæmi inn með köttinn okkar. Ekkert heyrðist en svo um mitt sumarið 2000, meira en 2 árum eftir að kisan okkar hvarf, var hringt í okkur frá Kattholti. Þau á Kattholti sögðu að þau væru með kött, mjög líkan þeim sem við höfðum verið að leita að fyrir 2 árum. Ég trúði þessu nú alls ekki en sagði samt að ég mundi líta við hjá þeim og líta á köttinn. Mér hefur aldrei brugðið jafn mikið og þegar ég kom upp í Kattholt og ég sá köttinn minn aftur. Ég ætlaði ekki að trúa því! Ég varð að sjálfsögðu mjög forvitin um hvernig hann hafði komist þangað og hvar hann hafði verið. Og nú kemur það sem mér finnst ömurlegt!! Mér var sagt að einhver maður, 3 götum fyrir neðan mig hafði TEKIÐ köttinn minn (kötturinn minn var 2 ára þegar hann týndist!) og ákveðið að eiga hann. Þessi karl hélt kettinum mínum inni í meira en 3 mánuði svo að það væri öruggt að kisan mín myndi ekki muna hvar hún ætti heima. Ég varð brjáluð, kettinum mínum hafði verið STOLIÐ! Ég fékk símann hjá karlinum og ég hringdi í hann. Karlinn reif þvílíkan kjaft við mig og sagði að þetta væri allt mér að kenna fyrir að leyfa kisunni minni að fara út. Hann fékk svo ógeð á kettinum mínum eftir að hafa haft hann í tvö ár vegna þess að kisan mín var of væmin og kelin. Ég skil bara ekki hvernig hægt er að taka fullorðinn kött, halda honum í tvö ár og síðan henda honum í burtu! Því miður varð ég að svæfa kisuna mína 10 dögum eftir að ég hafði fengið hana aftur vegna þess að ég átti þegar tvær kisur og þessum þriðja var ekki ánægður með að þurfa að vera með þeim. Mér leið ömurlega lengi eftir á, ég varð að svæfa kisuna mína sem hafði verið týnd í 2 ár allt út af heimskum karli sem staldi honum. Fólk getur ekki bara tekið fullorðna ketti og ætlað að eiga þá sjálfa.