Þarfnast hjálpar!!
Ég er í svo miklum vandræðum yfir kettinum mínum að ég veit ekki hvað ég á að gera! Kötturinn minn þjáist af sérstöku ofnæmi sem kemur þannig fram að kisan mín fær sár á, inní og hjá eyranu og það blæðir sífellt úr þessu. Ég þarf að gefa honum lyf 3 - 4 sinnum á dag en það virðist ekkert skánna. Sárin hverfa ekki og það er byrjað að myndast sár á hálsinum einnig. Ég er búin að fara til 6 mismunandi dýralækna og enginn af þeim getur gert eitthvað fyrir greyið kisuna mína. Hann þarf að vera á lyfjum alla sína ævi og hann er bara rétt orðinn 3 ára. Þetta mun aldrei fara og nú er málið svo komið að dýralæknirinn sem ég fór seinast til sagði að best væri að ég mundi hjálpa kisunni minni með því að svæfa hana. Dýralæknirinn sagði að sárin munu alltaf vera á honum og munu alltaf vera að angra hann og hann trúlega finnur eitthvað til í þeim þó hann viti það ekki fyrir vissu. Ég veit ekki hvað ég á að gera!!! Ég vil ekki að kötturinn minn finni til en ég vil ekki missa hann! Það virðast allir vera sammála dýralækninum nema ég, ég veit ekki hvað ég á að gera! Það veit enginn með vissu hvort sárin meiða hann eða hvað!!