Úr því að það eru svo margir að skrifa um kisurnar sínar eru dánar langaði mér að skrifa um Brand.

Ég man þegar við fjölskyldan fengum Brand fyrst.
Fólkið í húsinu við hliðin'á okkur var verið að gefa kettlinga og við fórum yfir til að skoða þá og kannski fá okkur einn. Þetta voru algjörar dúllur. Við héldum á þeim og lékum smá við þá.
Og ég man ekki allveg afhverju en mér fannst eitthvað við Brand sem gerði það að verkum að við völdum þennan.
Hann var allgjör dúlla og er ennþá, en áður en hann hvarf var hann alltaf þreyttur og var alltaf sofandi hér og þar. Ef hann var inní eldhúsi og ætlaði að leggja sig inní stofu þá fór hann af stað, en ef hann nennti ekki að labba meira, lét hann sig bara detta niður og sofnaði. En svo var hann farinn að koma heim með sár á höfði og rifið eyra.
Og svo var ég farin að heyra að það voru einhverjir strákar sem væru að meiða kettir eða drepa þá. Þannig að um nokkurn tíma langaði mér ekkert sérstaklega að hleypa honum eða Stuart(hinn kötturinn okkar) út, afþví að ég var svo hrædd um að þeir yrðu meiddir eða drepnir. Hann og Stuart voru mjög miklar frekjur hvað sem snerti mat. Maður gaf þeim að borða og sneri sér frá og þá voru þeir búnir að borða allan matinn. En ég held að það sé ástæðan fyrir að Brandur fór að heiman. Við vorum soldið blaunk og höfðum varla efni á kattarmat um tíma og ég held að Brandur hafi farið að heiman út af því. Og svo þegar hann var ekki kominn heim aftur, hengdi ég auglýsingar í búðarglugga. En þegar enginn hringdi sagði mamma að hann væri eflaust dáinn, og vonaði að hann væri það( ekki illa meint af því að eins og ég skrifaði fyrir ofan, hann var alltaf þreyttur og lúinn).
Með gamla sál, eins og mamma sagði.
En myndin er af Brandi og Stuart um einhver jól, (Brandur er þessi bröndóttir og Stuart þessi svarti).