Þegar Töggur þessi elskulegi litli kettlingur kom á heimilið mitt varð strax kominn fjölskyldumeðlimur sem fyllti upp í ¼ gatið. Ég var búin að hlakka til svo lengi. Svo loks þegar sá dagur rann upp að ég fengi að velja kettling gat ég vara beðið. Ég hafði beðið alla helgina eftir að sagt var við okkur á föstudaginn að við gætum ekki fengið að velja þá.
Við mamma gengum inn í Kattholt. Konan sem vann þarna þurfti að gefa nokkrum köttum svo við mamma biðum bara.

Þegar nokkrar mínútur höfðu liðið fengum við að kíkja inn um stóran glugga. Þar var helling af köttum. Stökkvandi út um allt. Allir að hoppa upp á búrin og leika sér. Mamma og ég litum yfir hópinn. En þá sá mamma kettling sem sat hinn rólegasti á gólfinu og skildi bara ekkert í því hvað allir þessir kettir væru að stökkva út um allt. Mamma benti á þennann kött og konan tók hann og fór með hann til mín. Ég tók við honum og lagði þennann litla, elskulega kettling í fang mér. Um leið og ég horfði í litlu fallegu augu hans sá ég hin rétta og hann sá mig og fann að ég væri rétti eigandinn fyrir sig svo hann malaði. Ég hélt á nokkrum köttum en þessi var sá sem e´g vildi fá. Ég sá og fann það strax.

Á leiðinni heim ældi hann.

Þegar við komum heim fór mamma að þrífa æluna. En ég (minnir mig) fór niður með Tögg í þvottahús. Ég beið þangað til mamma væri búin að þrífa æluna.

Þegar hún kom aftur settumst við niður á þvottahúsgólfið og lokuðum dyrunum. Mamma spurði mig hvort að ég væri alveg viss um að e´g vildi láta hann heita Töggur (ég hafði ákveðið það fyrir löngu, minnir að ég hafi séð kött sem hét það í einhverjum Snar og Snögg þætti). Ég svaraði já og við skrifuðum nafnið hans á nafnspjaldið. Svo settum við ólina á hann.
Næst létum við hann kynnast okkur. Við sátum á gólfinu. Hann strauk sig upp við okkur og við strukum honum. Malið hans var eins og í lítillri flugvél.
Svo leið þessi dagur mjög fljótt. Ég sofnaði vært og ljúft við þær hugsanir hvernig framtíðin með Töggi yrði.

Næstu daga létum við hann vera bara inni í þvottahúsi svo hann myndi vita að þetta væri hans heimili. Eða hans herbergi, í þvottahúsinu.

Þegar hann var búinn að vera hjá okkur í nokkra daga keyptum við svona ól sem fór utan um hálsin og magann og settum ól á bakólina hans (svolítið erfitt að skilja þetta). Því næst fórum við með hann út.
Þegar ég og krakkarnir fórum með hann út var hann að labba á hellunum fyrir framan húsið. Svo tók ég eftir því að það blæddi úr þófunum á honum. En það var bara af því að hann var ekki vanur svo það var allt í lagi.

Eitt ár leið og Töggur var mjög frægur köttur í götunni. Ég hélt meira að segja afmælisveislu fyrir hann.

Alltaf þegar mér leið illa eða fór að gráta huggaði hann mig. Þegar stelpurnar í skólanum voru leiðinlegar var hann sá eini sem gat hughreyst mig.
Hann kúrði alltaf á koddanum mínum og svæfði mig. Svo á morgnanna kom hann og vakti mig. Ég átti bestu svæfi- og vekjaraklukku.
Þega hann var svona um tveggja ára til þriggja hvarf hann. Hann fór að heiman. Ég var svo hrædd um hann. En svo um nóttina kom hann heim aftur.
En hann fór að gera þetta allt sumarið. Í lokin var hann kominn með lúgnabólgu. Ég var líka hrædd þá og var ægilega góð við hann (eins og alltaf). Hann vildi samt óðum fara út, þótt hann væri með 40 stiga hita og fárveikur. Það var sko ekki auðvelt að halda honum inni.
En hann náði sér á endanum.

En þegar hann var fjagra ára fór hann að koma oft með sár eftir aðra ketti og alltaf hugsaði ég vel um hann. Við fjölskyldan vorum sko til í að borga marga þúsund kalla bara til þess að hugsa um Tögg.

Nú var hann orðin fimm ára. Þann 30.ágúst 2004. Samt algjör dúlla og samt en mjúkur. En aðfara nótt 10. septembers gerðist það. Þann 11. september fengum við að vita það um kvöldið. Ég var í róliheitunum í tölvunni þegar mamma kom grátndi til mín og sagði mér að slökkva á henni. Ég skildi ekki afhvrju en sov spurði e´g hvor tað það væri Töggur. Hún sagði já. Hún sagði að hann væri dáinn.
Ég sagði nei. Ég fór ekki að gráta strax. Ég var bar aí sjokki og byrjaði ekki að gráta strax.
Við fórum af stað til þess að sækja hann. Þegar við nálguðumst meir og meir fór ég meira að gráta. Svo þegar mamma og pabbi fóru út til þess að sækja hann………þá fór ég að hágráta.

Þegar við komum inn fór ég beint niður í rúm og grét. Mamma og pabbi reyndu að hugga mig en gátu það ekki. Þau grétu líka. Ég spurði í sífellu
,,AFHVERJU?”

Afi og Sindri frændi minn komu og hjálpuðu mér. Sindri (sem er 24 eða 25) var hjá mér á meðna afi,pabbi og mamma voru að búa um Tögg. Ég vildi ekki sjá hann um þetta kvöld.

Næsta dag, sá ég hann. Hann var stjarfur. Augun voru opin. Hann lá á hliðinni og hin hliðin sem ég sá ekki var sködduð. Það sagði mamma. Ég strauk honum létt. Hann var alveg stífur. Svo kyssti ég hann og pabbi tók hann. Ég gat varla horft meira upp á hann. Þá meina ég því ég var að deyja úr sorg.

Svo fórum við austur í sumarbústað þeirra afa og ömmu. Amma og afi höfðu sagt að ég mætti jarða hann þar.
Við fundum fallegan stað handa honum. Svo fórum við inn að borða.
Aftur út og við jörðuðum hann. Þegar mold fór yfir kassann sem var bláleiddur og blóm ofan á, stóð ég ein þarna og talaði við hann. Ég ákvað það að ég skildi reyna að komast þangað eins oft og ég gæti og e´g myndi segja honum frá öllu sem myndi gerast hjá mér. Svo grét ég.

Seinna þegar við fórum heim og nokkrir dagar eru búnir að líða. Ég hugsa en um það. Húsið er svo tómlegt. Ég er búin að segja það við mig að ég vil ekki fá annan kött. Það væri of sorglegt fyrir mig.
Hann Töggur fyllti sko sannarlega upp í húsið okkar og nú erum við bara ¾ . Ég vona svo innilega að hann sé í Himnaríki og einhvern daginn hitti ég hann og fæ að vera með honum um alla eilífð.

Til minningu um elskulegu dúlluna mína
Tögg!