Hæ hæ kattarunnendur og aðrir Huga áhangendur.

Ég er í vandræðum með kisann minn og leita hér með eftir ráðleggingum frá hverjum þeim sem kann að hafa ráð við vandamálinu.

Þannig er mál með vexti að ég á kisa sem er orðinn um 12 ára gamall. Ég flutti í nýtt húsnæði fyrir einu og hálfu ári síðan og allt í góðu með það. Kissinn er alger innikisi og fer aldrei út nema þá út á svalir og þannig hefur hann alltaf verið frá því að hann var kettlinur (enda alinn upp á 3.-4. hæð allt sitt líf).

Núna er hann farinn að byrja á þeim ósið að mjálma í tíð og ótíma og það ekkert smá mjálm. Jaðrar stundum við að hann sé að breima en hann er samt sem áður geldur. Hann kisi mætti mjálma eins og honum listir ef við byggjum ekki í blokk þar sem gæludýr eru ekki leyfð nema allir íbúa samþykki. Þar sem þetta er innikisi þá vorum við ekkert að láta fólk vita af honum enda hann orðinn gamall og feitur :)

Við höfum gert allt sem okkur dettur í hug til að þagga niður í honum… eins og t.d. að skipta um sand.. skipta um vatn.. gefa meiri mat.. sussa á hann.. tala við hann.. klappa honum osfv osfv. en allt kemur fyrir ekki. Hann abra heldur áfram að mjálma.. en bara þegar við erum vakandi.

Það er alveg úr sögunni að við látum lóga honum og þar væri sárt að láta hann frá sér.

Hefur þú einhver ráð til að venja hann af mjálminu? Leiðist honum? Haldiði að honum líði eitthvað illa? Er þetta bara hans leið til að fá athygli?
Kveðja,