Hæ kisuhugarar:)

Ég ætla að segja ykkur frá kisunum mínum:)

Fyrst er það hann Grámann hann er fæddur 15.11.2001 og er grábröndóttur húsköttur. Ég fékk Grámann í maí 2002 hjá dýralæknastofunni í Garðabæ. Það var keyrt á hann og mjaðmakúlan í honum mölbrotanaði og það þurfti að fjarlægja hana:( þau í Garðabæ fundu ekki eigendur hans(ef hann hefur nú átt eigendur)þannig að ég fékk að ættleiða hann enda féll ég alveg fyrir honum hann er svo æðislegur köttur. Fyrst þegar Grámann kom til okkar þá fór hann ekkert út því hann var svo haltur, núna er hann mikið úti og haltrar ekkert sem er soldið fyndið því það vantar í hann mjaðmakúlu. Grámann er frábær persónuleiki og fluggáfaður, hann elskar að kúra hjá okkur og sleikja okkur. Honum finnst þurrfóðrið sitt best að borða hehe..soldið skrítinn hann vill varla neitt annnað. Grámann á leynistað inni í bílskúr og fer hann stundum þangað til að vera í friði. Hann sefur líka í pínulitlukörfunni sem hann hefur elskað frá því hann sá hana fyrst þótt að hann sé núna orðinn allt of stór í hana. Grámann sefur á ólíklegustu stöðum og er oft eitthvað að troða sér á svona fyndna staði t.d upp í bókahillu þá liggur hann svona á bókunum og svo í gær þá var hann liggjandi upp í rúmi hjá mér og hann hafði farið svona inn í sænguverið og hausinn stóð bara upp úr það var rosa fyndið. Grámann á uppáhaldsleikfang sem er lítil mús og hann burðast og leikur með hana eins og þetta sér bara alvöru mús hann tekur hana í munninn og fer með hana eitthvað hehe:) Hann á líka eitt áhugamál sem er að koma með eitthvað inn og sýna okkur hann hefur komið inn með ísbréf, sígarettubréf nammibréf, orma og svo hefur hann tvisvar komið með mús inn en við náðum að bjarga þeim báðum:)
19.-20. október fór Grámann á kattasýningu og var það rosalega gaman og Grámann svaf bara mestan tímann. Honum gekk rosalega vel fyrri daginn varð besti húskattafressinn og í öðru sæti yfir best snyrta snögga ketti. Það fannst okkur mjög fyndið því við höfum ekkert snyrt Grámann t.d baðað hann eða sett eitthvað í feldinn hann sá um það sjálfur:) hann er svo mikill snyrtipinni;)
Hann fer örugglega á sýninguna núna í mars og verður spennandi að sjá hvernig honum mun ganga.

Jæja ég held að þetta sé nóg í bili um hann Grámann:)




Þá ætla ég að segja ykkur frá henni Afródítu

Ég eignaðist hana Eldeyjar Afródíta Black Tie Affair í lok nóvember 2002. Hún er rosalega falleg svört og hvít bicolor(PERn03) læða og er fædd 26.05.2002 og á hún tvo yndislega bræður þá Eldeyjar Aríel Rascal PERd og Eldeyjar Amadeus Mozart PERn33. Afródíta er undan hinni gullfallegu CH*Arnardrangs-Aliciu(Purpur) PER f og sæta stráknum honum IC* Josee Black Tie Affair(Milton) PERn03.
Afródíta er rosalega mikil kelirófa og elskar að liggja í hálskotinu á okkur og hún malar alveg rosalega hátt. Hún er rosalega góð og hagar sér vel þegar við böðum hana og greiðum.
Hún er smá sníkjustelpa og þegar við erum að borða eitthvað þá vill hún líka:) (annað en hann Grámann):Þ Afródítu finnst gaman að leika sér með dót og henni finnst líka lita músin sem Grámann leikur sér með skemmtileg stundum þegar ég kasta músinni eitthvað þá stökkva þau bæði og reyna að ná henni. Þau eru alveg ágætisvinir:)Afródíta á einn góðan vin sem er páfagaukurinn Pési. Afródíta liggur mínutunum saman og fylgist með honum og honum viðist líka það vel og fær Afródíta að vera nálægt honum annað en Grámann Pési þolir hann ekki. Afródíta sefur alltaf uppi í rúmi hjá okkur oftast undir fóta og svo í hálskotinu og á koddanum hjá manni:)
Afródíta fór á sýniguna 19.-20. október og gekk henni mjög vel og fékk frábæra dóma. Hún fer á sýninguna næst og það er spennandi að vita hvernig henni muni ganga þá. Afródíta er mjög lík mömmu sinni henni Purpur og fær hún örugglega persónuleikan að mestu leiti frá mömmu sinni og svo auðvitað litinn frá pabba sínum. Afródíta er frábær lítil persastelpa og mér þykir voða vænt um hana og auðvitað líka um hann Grámann minn.:)

jæja ætli þetta sé ekki bara nóg í bili..


Kisukveðjur
Nanna Ósk Arnarsdóttir, Grámann og Afródíta