Ég var að lesa greinina um Whiskas eitrið og datt í hug að skrifa eina um whiskas fóðrið. Ég átti kött en hún dó í október :( Hún var 1/4 síamsköttur og borðaði bara þurrmat sem heitir laws. Það er hægt að fá með fiski-, lamba- eða kjúklingabragði og kisunni minni fannst alltaf best með lambabragðinu. Það var svo eitt kvöld þegar við komum heim úr sveitinni að við áttum bara whiskas en ekki laws þannig að við gáfum henni það. Hún át það alveg,en svo seinna um kvöldið byrjaði hún að æla og æla. Þetta var frekar ógeðslegt því þetta gekk yfir svo lengi. Ég vorkenndi henni alveg rosalega greyinu. En hún jafnaði sig nú um nóttina og svaf bara og svaf daginn eftir. Við fórum í dýrabúðina í Kringlunni (eða á móti) og spurðum konuna þar af hverju í ósköpunum hún hefði ælt svona, og bara eftir einn lítinn skammt. Konan sagði að maður ætti ekki að gefa kettinum sínum whiskas í nokkur skipti, annað hvort að venja hann við whiskasið frá því að kisan sé kettlingur eða bara sleppa þessu og gefa kisunni sinni sinni bara eithhvað annað.
Þannig að ég mæli ekki með whiskas kattarfóðrinu.