Eitt sem mér var að detta í hug: Nú heyrir maður oft í mönnum sem bölva Mussonum í sand og ösku meðan aðrir lofa hann og dásama. getur ekki verið að þetta sé eins og var með Lödurnar; Gast fengið frábært eintak en einnig gastu lennt á þvílíku rusl eintaki? menn eru svo ósammála um þennan jeppa að það hlýtur að vera eitthvað til í því sem eg er að segja. Fyrst þegar Mussoinn kom var ég alls ekki hrifinn af honum, Kóreurusl hugsaði ég(mamma keyrir Hyundai accent sem dugar svo sem í innanbæjarsnatt en ekkert meira en það). En, það hefur breyst. Þessi jeppi hefur vaxið mikið í áliti hjá mér svona síðasta árið. Hann hlaut jú að hafa einhverja barnasjúkdóma, ekki satt? 'Eg held það eigi við um alla nýja bíla/jeppa.

WILLIS