vinur minn var úti í löndum ásamt einhevrjum háttsettum kalli hjá toyota eða artic trucks og hann sagði að ef þú værir að versla hilux þá ættiru að reyna finna orginal bensínbíl sem er búið að setja diesel vél . ástæðuna sagði hann að það væri mun betri fjöðrun í bensínbílnum og hann væri á sömu grind og 4runner en diesel bíllin væri mun óvandaðri að flest öllu leyti..

ekki hef ég vit á að véfengja þetta né vera sammála því..
í vinnuni í sumar var vinnubíllin Hilux 92árg 2,4l diesel þessi bíll var jú komin í einhverja 250þús km og virkaði enn en þetta var hundleiðinlegur bíl algerlega máttlaus og hastari en helviti.

ég er búnað vera að spá mikið í einum bíl en það er 92árg af Hilux SR5, Rauður með sona strípu á snugtop húsi er á 33“ en gæti trúað að hann væri breyttur fyrir 35” bíllin er eins og nýr að öllu leyti bæði lakk og innréting og er hann aðeins ekinn 70þús km frá upphafi (1 owner ) ég fékk aðeins að taka í hann þessi bíll var allt annar en diesel bíll vinnuveitandans fjörðunin var líkari því sem mátti venjast í 4runner krafturinn var mun meiri þó lítill væri (2.4l 3"púst og flækjur).

En það sem ég tók eftir er.. sá að diesel hiluxanir eru allir á heilli framhásingu en bensínbíllin er með snerilfjöðrun og einhverra hluta vegna efast ég nú um að það sé gott… Hvað segið þið um þetta??