Sælir hugarar

Ég var svona að velta fyrir mér, hvað þyrfti að gera til að breyta Toyota Hilux Double Cab SR5 fyrir 38" .

Ég er með Toyota Hilux 96 árgerð, hana er nánast óbreyttur og ekki með heilli hásingu að framan. Ég var að pæla í hvernig þeir breyta þessum bíl venjulega? Dugar 10cm á boddý eða þarf að fara að grúska í fjöðruninni líka. Síðan einhver sirka kostnaður á svonalöguðu( án dekkja og kannta og þvílíku)

En annars þetta er bara 2,4 bensín, og er það nokkuð að reynast með svona dekkjum, eða dugar það allveg.

Ég treysti á ykkur :)
KarL-KanI
KarL-KanI