Fyrir nokkrum dögum keyrði ég einn skemmtilegasta bíl sem framleiddur hfur verið. 7.3 liters power stroke v8 diesel með 310 undir húddinu er engu líkt, auðviað er ég að tala um Ford F350 Lariat Super duty. Þessi klassa pallbíll er í eiginþyngd 3.2 tonn og hámarksþyngd er 6.5 tonn og eftirvagn má vera allt að 6 tonn að þyngd. Þó svo að hann sé svona þungur þá er hann aðeins 10 sekúndur í 100 hm/klst og auðvitað er hann sjálfskiptur eins og allir góðir amerískir bílar. Bíllinn er á tvöfaldri hásingu að aftan sem gerir hann mjög stöðugan og er lítið mál að keyra hann 120-130 í allar beugjur og slíkt. Ég átti þarna góðan tíma og skrapp austur fyrir fjall og upp kambana keyrði ég stöðugt á 125 km/klst án þess að slá af í beygjum því svo stöðugur er hann. Ef þið vuljið keyra alvöru bíl þá endilega fáið ykkur svona kerru því að hún svíkur engan bílaáhugamann, auk þess eyðir hann littlu , svona að jafnaði 21 lítra á hundraði sem er frekar lítið viðaðvið að Land Cruiser 100 með 4.2 lítra 205 hestafla dieselvél eyðir að jafnaði 23 lítrum á hundraði, allaveg er það mín reynsla þegar ég hef verið að keyra.