Hvernig hafa Ford Ranger jepparnir reynst? Þá er ég að tala um árg. kannski frá ‘89-’96. Mér finnst þeir mjög flottir og langar mikið í svoleiðis. Hér að neðan er smá samantekt á einkennum jeppanns.

1 Vélin í þeim er 4.0l. v6, ég held 150-160 hö. en ég veit ekki með togið, kannski 250-300 Nm. Ég hef séð tölur um að þeir eyði 11l. á langkeyrslu en á bágt með að trúa því, hann hlýtur að eyða meira. Það sem mér finnst athyglisvert við vélina er að togið kemur inn á lægri snúningi en í mörgum öðrum sambærilegum bensínvélum.

2 Undirvagnin er nokkuð sterkur, Dana 44 klofhásing að framan (þessi umdeilda), veit ekki hvaða afturh. er í jeppanum, gæti verið Dana 44. Rangerinn er með gorma að framan og gormar + klofhásing hljóta að gefa góða fjöðrun. Að aftan eru að vísu bara blaðfjaðrir en bíllinn er svo langur að það hlýtur að vera í lagi.

3 Hvernig er að breyta þessum jeppum? er erfitt að hækka þá upp að framan út af klofhásingunni? Að aftan hlítur að vera auðvellt að bæði klippa og hækka upp. Ég er helst að pæla í að breyta fyrir 33“-36”. Langar meira á 36" en minni dekk.

Vona að þessar upplýsingar nýtist einhverjum. Jafnframt vonast ég eftir leiðréttingum ef eitthvað sem ég skrifaði er vitlaust. Gaman væri að heyra reynslusögur af því hvernig þessir bílar virka eða hvernig þeim hefur verið breytt.

-WILLIS-