Ég er með Cherokee Laredo ´85 stuttan, beinskiptur.
Búinn að setja hann á 33“ á 10” breiðum felgum.
Svaka ruddi!! :) En mig vantar almennilega vél í húddið.
Það er bara aumingi þar ofaní. V6 2,8ltr. Rosalega máttlaus!

Mig vantar upplýsingar um hvort það sé mikið mál að setja 4,0ltr vél í hann? Búinn að heyra að það sé gríðarlegt mál. Það þurfi að skipta um allt rafkerfi, mælaborð o.s.fr. Toppurinn er náttúrlega að setja 8 gata vél í hann. Mig vantar líka að vita hvort það sé einhver vél sem passar beint á kassann. Helst vil ég hafa hann beinskiptan áfram.
Ég hef heyrt að AMC 360 passi beint við kassann. Það eru bara ekki mjög skemmtilegar vélar. Eyða víst alveg svakalega. Crysler 360 er miklu skemmtilegri. En ég var nú frekar að velta því fyrir mér að setja Dodge 318 í hann. Passar hún við kassan?

Endilega svarið mér ef þið hafið átt við svona bíl eða eigið svona bíl sem búið er að breyta!

Þið getið líka sent mér á thengillo@hotmail.com