Ég hef lent nokkrum sinnum í því að það hefur skafið inn á húddið hjá mér á veturna. Sumir reyna að bræða snjóinn með heitu vatni en aðrir vita ekkert hvernig þeir eiga að bregðast við. Hvað finnst ykkur? Hafið þið lent í þessu að vera að jeppast í rosa hríð og svo drepur jeppinn á sér útaf því það hefur skafið inn á húddið á honum? Endilega komið með einhverjar gáfulegar uppástungur og kannski hvernig hægt er að koma í veg fyrir skafl í húddinu!!!