1. Umferð Íslandsmótsins í Torfæru fór fram 2. maí s.l. í Jósepsdal. 11 bílar voru skráðir til leiks en sumir keppendur sem voru í toppbaráttini í fyrra voru ekki með eins og Björn Ingi Jóhannsson, Gunnar Ásgeirsson og Kristján Jóhannesson.

1. braut var frekar erfið og engin komst alla leið, brautin byrjaði á því að þeir þurftu að fara yfir tvo auðvelda hóla svo í mjög erfitt barð og Daníel Gunnar Ingimundarsson fékk flest stigin en hann velti einnig, Magnús Torfi Ólafsson sem var að taka þátt í sinni fyrstu keppni velti líka. Haraldur Pétursson íslandsmeistari frá árunum 2002 og 2003 sast á seinni hólinn og fékk fá stig.

2. braut var erfið fyrir fyrstu bíla hún var upp erfitt barð svo yfir lítin hól. Gunnar Gunnarsson fór alla leið hann ekur í götubílaflokki. Flestir fengu frá 50-100 stig fyrir brautina.

3. braut var svipuð og 2. braut erfið beint upp erfitt barð og það fóru nokkrir þarna upp m.a Daníel á Green Thunder og Erlingur Reyr Klemenzson og Helgi Gunnarsson, Magnús Torfi velti í þessari braut en hann velti líka í 1 braut. Daníel og Gunnar voru tveir efstir í keppninni en Haraldur Pétursson var í síðasta sæti.

4. braut var eins og brautir nr 2 og 3 erfiðar fyrir fyrstu bíla og Helgi Gunnarsson velti í þessari braut en það voru nokkrir þarna upp eins og Daníel og Halli P þar með tók Daníel Gunnar Ingimundarsson forystunni í keppninni.

5. braut leit út fyrir að vera auðveld en varð erfið og mig minnir að það hafi bara einn bíll fari alla leið það var Bjarki Reynirsson á götubíl, það var mikill hliðarhalli í þessari braut og Daníel velti dáltitið harkalega og braut öxul, Haraldur Pétursson velti einnig en Erlingur Reyr Klemenzson velti harkalegast en skemmdi yfirbygginguna að aftan en hann náði að mæta í fleiri brautir og Ragnar Róbertsson bjargaði sér snilldarlega frá veltu.

6. braut var auðveld fyrir alla nema kannski Pétur Pétursson hann velti var að fara fram af barði en fór framfyrir sig. Daníel Gunnar Ingimundarsson þurfti að fara afturfyrir og missti þar með af fyrsta sætinu til Haraldar Péturssonar.

7. braut var tímabraut og þeir sem voru með bestu tímana voru Haraldur Pétursson, Daníel, Gunnar og Helgi. Sigurður Þór Jónsson bjargaði sér frá veltu í þessari braut.

8. braut var einnig tímabraut og allir náðu fínum tíma.

Hérna koma úrsltin:

1. Haraldur Pétursson 1840
2. Gunnar Gunnarsson 1610
3. Bjarki Reynisson 1430
4. Helgi Gunnarsson 1390
5. Daníel Gunnar Ingimundarson 1370
6. Erlingur Reyr Klemenzson 1360
7. Ragnar Róbertsson 1340
8. Sigurður Þór Jónsson 1140
9. Loftur Matthíasson 1100
10. Pétur V. Pétursson 1090
11. Magnús Torfi Ólafsson 1037

Næsta keppni á íslandi fer fram 19. júni á Akureyri en þeir keppa í Noregi 22-23 maí. Myndir frá keppnini í Jósepsdal eru á www.greenthunder.tk og www.4x4.is


kv berger