Áður fyrr kapkostuðu menn að hækka jeppana sína upp (og jafnveg bíla sem ekki flokkast sem jeppar).
Nú eru hins vegar alla vega tveir jeppar á götunni sem er búið að lækka. Annar er svartur Dodge Ram sem er alveg svakalegur. Lægra undir lægsta punkt á honum en á flestum sportbílum hér á landi. Mætti þessum bíl einu sinni að kvöldi til í myrkri og ég var ekki alveg klár á því hvað nálgaðist mig.
Hinn er síðan aftur á móti ´99 eða ´00 árgerð af stærri týpunni af Landcrusier. Hef ekki rekist á hann sjálfur en hann er víst mjög laglegur.
Það er gott að sjá að bílaáhugamenn eru að víkka sjóndeildarhringinn í bílamálum og koma með eitthvað nýtt og út af kortinu (að því er virðist).