Fimmtudagskvöldið 25. ágúst spilar kvartett Inga Bjarna Skúlasonar í Norræna húsinu.

Á dagskránni er frumsamin tónlist sem fyrst heyrðist á burtfarartónleikum Inga Bjarna frá Tónlistarskóla F.Í.H. síðastliðið vor. Núna á tónleikunum í Norræna húsinu verða auk þess nokkur glæný lög frumflutt!

Flytjendur:

Ingi Bjarni Skúlason – flygill
Jóel Pálsson – tenór saxófónn
Þorgrímur Jónsson – kontrabassi
Magnús Trygvason Eliassen - trommur

Tónleikarnir hefjast stundvíslega klukkan 20:30 og aðgangseyrir er 1500 kr. sem er ekki neitt fyrir lifandi tónlist! Innifalið í verðinu er eiginhandaráritun.

Klippur með nokkrum lögum á youtube: http://www.youtube.com/user/2ibs?feature=mhee#g/u

https://www.facebook.com/event.php?eid=241255049248786