Ég reyndi að senda inn mynd af plötunni Cycles með trommaranum Einari Scheving en hún var í rugli þannig að henni var hafnað. Ég fann ekki aðra mynd af henni svo að ég ákvað að vekja athygli á henni hér sem og sjá hvernig þeir sem hefðu heyrt fyndist hún.

Platan kom út að mig minnir árið 2007. Hún var að minsta kosti valin jazz plata ársins það ár. Þeir sem leika á þessari plötu eru Eyþór Gunnarsson á píanó, Óskar Gupjónsson á Tenór Sax og Skúli Sverrisson á bassa. Einar spilar svo sjálfur á trommur. Platan inniheldur 10 lög sem öll eru samin af Einari.

Að mínu mati er þetta frábær plata, skemmitlegur hljóðfæraleikur og falleg stef. Upphafslag plötunnar, Sveitin stendur uppúr að mínu mati. Annars er hljómurinn og yfiribragðið yfir plötunni mjög skemmitlegt og róandi. Það er eitthvað við þessa plötu sem ég hef ekki heyrt á annari jazz plötu.