Góð Hjólaleið! Þetta er fyrir þá sem eru fyrir að bruna í torfærum en eru bara á svona venjulegu fjallahjóli en ekki einhverju freeride. Ég fór með tveimur vinum mínum að hjóla upp á Esjuna um daginn. Við búum í Garðabæ og hjóluðum að henni og upp þar til að maður getur ekki hjólað lengra og þaðan löbbuðum við upp á topp. Við nokkrir strákar(ekki bara við 3) erum mikið fyrir langa hjólatúra og downhill keppnir, og að hjóla upp á hin ýmsu fjöll og bruna niður, Esjan var náttúrulega erfiðasta hjólaleiðin okkar og var púl að hjóla og að reiða hjólin upp en það var alveg þess virði! Þannig að ég mæli stranglega með þessari hjólaferð.
Svo erum við líka með Hjólaklúbbinn Icelandic Cruisers, þar sem við erum á allskonar flottum hjólum, Chopper, Lowrider, við erum með þetta allt! http://www.icelandiccruisers.com/
En það er allt, takk fyrir mig! =D

Kveðja
Aggi
baldvinthormods@gmail.com