Fallhlífarstökk!! Jæjja ég varð bara að fá að sennda þetta….(vona að þetta verði samþykkt!) Þetta er smá brot úr hvernig fallhlífastökk (stökkið) gengur fyrir sig….

…. veit ekki með ykkur, en ég fæ allaveganna kítl í magann!


1)Flest okkar stökk stökkvum við út úr Cessnu 206 sem tekur 6 stökkvara. Ef að

þú ert að stökkva á “Statik-línu” þá munt þú stökkva út á undan vönu stökkvurunum en aftur á móti ef að þú ert á AFF þá fara þeir út á undan. Hvar þú kemur til með að sitja í flugvélinni fer eftir því hvar í útstökksröðinni þú ert.



Ástæðan fyrir þessu er einföld, þeir sem opna lægst fara út fyrst og svo koll af kolli. Til að hindra það að menn rekist á hvorn annan í frjálsu falli eða rétt eftir opnun að þá er stokkið út með nokkru millibili, allt frá 5 sekúndur upp í 20 en það fer eftir því hversu mikill vindur er í háloftunum, þannig fáum við bæði lóðrétt og lárétt öryggisbil á milli stökkvaranna.



“jump-runnið” er flogið upp í vindinn. Þetta gefur flugvélinni minnstan áframhraða miðað við jörð ( “groundspeed”). M.ö.o. þá er flugvélin lengur yfir stökksvæðinu með þessu móti heldur en ef hún flygi undan vindi.



Flugmaðurinn notar “GPS” staðsetningartæki til að setja stökkvarana út á réttum útstökkstað (“SPOT”), kennarinn ykkar fylgist einnig með og gefur flugmanninum leiðréttingar (“SPOTTAR”) ef þörf er á.

Þegar að útstökki kemur slær flugmaðurinn af mótornum svo að vindurinn sé ekki alveg jafnmikill þegar að þið klifrið út.



2) Nú ert þú kominn út úr flugvélinni hangir á vængstífunni og veltir eflaust fyrir

þér hvern djöf,,,, er ég að gera sjálfum mér. Þá er komið að því að líta inn til stökkstjórans eftir leyfi til að sleppa flugvélinni ( eins og manni langi eitthvað til þess á þeirri stundu ! ), horfa svo upp í vænginn anda djúpt og sleppa !!



Nú er mikilvægt fyrir þig að vera í góðri sveigju / líkamsstöðu og muna eftir að telja upp að 1000-5. Að því loknu athugar þú hvort að fallhlífin þín er í lagi og lagar það sem laga þarf, ja eða ef þú ert óheppin/n þá losarðu þig við aðalfallhlífina og opnar varafallhlífina.

Það næsta sem þú gerir er að athuga hvort að aðrar fallhlífar séu nálægt þér og passar þig að halda bæði láréttri og lóðréttri öryggisfjarlægð á milli þín og annarra stökkvara.

Svo ferðu í það að finna stökksvæðið, heldur á fyrirframákveðið æfingasvæði og þegar þú ert komin í ca. 1500 fet þá byrjar “aðflug til lendingar” og svo lendingin sjálf. Afar “heilsusamlegt” er að hlusta vel á talstöðina og fara eftir því sem “groundmasterinn” / kennarinn á jörðinni segir þér að gera undir fallhlíf.



Þegar að þú ert lentur / lent líður þér eins og þú eigir heiminn og vilt ólmur / ólm komast strax upp aftur og ert algjörlega búinn að gleyma þeim hugrenningum er fóru í gegnum huga þinn er þú dinglaðir eins og lauf í vindi á vængstífunni nokkrum mínútum áður.

Fjúff…. ég ætla að stökkva í sumar!!! ekki spurning… :)

ATH. þessi grein var tekinn af síðunni: http://www.skydive.is