Upphaf Telemarksins Við heimildaleit um þessa grein komst ég að ýmsu sniðugu. Orðið “ski” er upphaflega komið af orðinu “skid” sem er á norsku og þýðir einfaldlega klofinn viður eða eitthvað í þá áttina. Skíði hafa verið notuð í Noregi í a.m.k. 4000 ár.

Eins einangraðir og sumir hlutar Noregs voru hver frá öðrum þá urðu skíðakeppnir/samkomur mikilvægur hluti í samfélagi normanna. Og út frá þessu varð Telemarkið frægt. Árið 1750 voru fyrstu formlegu skíðahersveitirnar stofnaðar í Noregi og 1767 var fyrst keppnin innan hersins. Það var hins vegar ekki fyrr en 1843 sem að keppni var haldin þar sem að keppendur voru ekki hermenn.

Upphaf Telemarksins er allt einum manni að þakka Sondre Norheim bóndasyni frá Morgedal í S-Noregi. Sondre var vanur að fara á skíði í Morgedal, sem var nokkuð krefjandi og gott skíðasvæði. Auk þess bjuggu þar margir “skíðasmiðir” þannig að Morgedal varð einskonar “skíðavöruprófunarsvæði” þar sem að menn prufuðu bæði búnað og aðferðir.

Árið 1866 var Sondre boðið að taka þátt í skíðastökkkeppni, keppnina vann hann með glæsibrag og má eiginlega segja að sú keppni hafi komið honum á kortið sem afbragðsskíðamanni. Árið 1868 var honum síðan boðið að taka þátt í fyrsta Noregsmótinu í svigi. Sondre Norheim var orðið nafn meðal skíðamanna og fólk var ákaft í að fá að berja hann auga.

Hann kom ásamt 2 félögum sínum til Kristiönu (Christiana(höfuðborgarinnar)) eftir 3ja daga göngu frá Morgedal en vegalengdin er hátt í 200 km. Og í Kristiönu sýndi hann í fyrsta skipti utan Morgedal hina frægu Telemark sveiflu.

Munurinn á skíðum Sondre og hinna keppendanna var sá að Sondre var með minni skíði sem voru misbreið auk þess sem að hann var með hælbindingu í stað hinnar hefðbundnu táarbindingar. Sondre sigraði í keppninni en það átti eflaust sinn þátt í að Telemark breiddist út.

Hér ætla ég hinsvega að setja punktinn í bili en ég hef það hyggju að koma með aðra grein um sögu Telemarksins og vona ég að aðrir sjái sér fært um að koma með fleiri greinar um önnur jaðarsport.

Kveðja
Magnicum