Maus - Lof mér að falla að þínu eyra Maus - Lof mér að falla að þínu eyra.

Platan, Lof mér að falla að þínu eyra, kom út árið 1997 eftir tveggja ára vinnslu. Hún var sögð metnaðarfyllsta og besta rokkplata sem hafði komið út hér á landi, en það breyttist með tímanum þegar “Í þessi sekúndubrot sem ég flýt” og “Musick” komu út. Það eru tíu lög á plötunni og eru þau öll eftir Maus, en texta gerði Birgir Örn. Roger O´Donnell hljómborðsleikari hljómsveitarinnar Cure lék á hljómborð í 8 lögum, af 10. Söngkonan Lena Viderö syngur í einu laginu ásamt Bigga.

Ég vil minna á gagnrýnir mínar við plöturnar „<a href="http://www.hugi.is/islensk/greinar.php?grein_id=16343468“>Music</a>“ og „<a href=”http://www.hugi.is/islensk/bigboxes.php?box_id=67698&action=cp_grein&cp_grein_id=2140“>Í þessi sekúndubrot sem ég flýt</a>“. Þessi plata er að mínu mati þriðja besta plata Maus, á plötunni eru sjö æðisleg lög, s.s. lög sem skara fram úr hinum.

1. Síðasta ástin fyrir pólsskiptin 4:08
-
Eitt besta lag sem ég hef heyrt. Fyrstu dagana sem ég heyrði þetta lag setti ég á repeat en óttaðist samt að fá leið á því, það hefur ekkert gert hingað til. Það mætti kalla þetta lag ”ástarlag“ allavega textinn í þeim fíling. Hljómborðsleikur Rogers er frábær og allur spilagangur Maus manna. ”..hittu mig hérna eftir pólsskiptin..“ frábær kafli. Þetta lag fer í fyrsta sæti yfir lögin á disknum, þó að mörg önnur á honum komi mjög nálægt því. ”..Ef ég kem ekki verð ég frosinn í klaka, eldheitt hjarta..“. Textar Bigga eru magnaðir. Ég vil benda fólki á texta lagsins, <a href=”http://www.maus.is/textar/skoda.asp?lykill=23“>hérna</a>.
-

2. 90kr. perla 2:28
-
Frábært lag, mjög frjáls stíll á því og ekta maus/gleði lag. Textinn er frábær, mér finnst þessi kafli hérna lang skemmtilegastur : ”..en ég vil endurgreiðslu, því þett'er gallað lag, það grúvar ekki neitt og það er erfitt að dansa við það..“. Hljóðfæraleikur drengjanna alveg til fyrirmyndar en ég verð að viðurkenna að ég heyri ekki í Roger þarna, gæti verið að hann spili í þessu lagi. Mjög gott lag.
-

3. Poppaldinn 4:42
-
Þetta lag er frábært, það er heldur rólegt en frábært. Roger spilar í þessu lagi frábærtlega, eins og meðlimir Maus. ”..og á næturnar mig dreymir, að þú kvíslir til mín..“ frábær kafli. Textinn, sem og söngurinn, er frábær. Þetta lag er eitt af þessum sjö sem ég nefndi hér áðan.
-

4. Égímeilaðig 3:31
-
Það hafa sjálfsagt allir sem náð hafa 11 ára aldri heyrt þetta lag. Var mjög frægt um það leyti sem diskurinn kom út. Maus drengir spila á hljóðfærin af milli snilld, og söngur Bigga er frábær. Frábært lag.
-

5. Hreistur og slím 4:16
-
Fyrstu tuttugu sekúndur lagsins minna á eitthvað blús lag, en önnur er raunin. Mjög gott lag, flottur texti og hljóðfæraleikur góður, en einhvern veginn þá nær þetta lag ekki til mín og kemst því ekki undir þessi átta frábæru lög.
-

6. Ungfrú Orðadrepir 4:42
-
Þetta er magnað lag, eitt það besta með Maus. Byrjunin er frábær, viðlagið magnþrungið. Flottasti og besti kafli lagsins er án efa þegar Birgir syngur ”..held í mér andanum..“ frábært lag á góðri plötu.
-

7. Kristalnótt 4:18
-
Byrjunin á „Kristalnótt“ er geðveikt flott, eins og lagið í heild. Versið er samt ekki alveg eins og maður bjóst við, þó það sé flott. ”..Ég skal reyna að hafa vit fyrir okkur..ég myndi gefa þér allan heiminn væna, ef þú næðir utan um hann..“ Hef bara eitt orð yfir þetta lag : flott. ”..en ef þú sleppir, missir takið, verður það sem hamarshögg á kristalnóttu..“ Ég held barasta að textinn við þetta lag sé einn sá besti sem ég hef lesið. Flott lag,
-

8. Halastjarnan rekst á jörðina 3:36
-
brr… ég skelf þegar ég hlusta á þetta lag. Það er langt frá því að vera besta lag Maus manna, en það er samt sem áður mjög gott og þá sérstaklega viðlagið. Ég held að það sé ekki hægt að segja meira, annað en að lagið er vandað og vel gert. Hljóðfæraleikur og söngur Birgis alveg til fyrirmyndar.
-

9. Tvíhöfða erindreki 4:23
-
Því miður leiðinlegasta lag disksins að mínu mati. Það er ekki beint leiðinlegt, en á samt ekkert í hin lögin. Ég myndi setja það mitt á milli FRÁBÆRT og LEIÐINLEGT, s.s. ágætt. Og eins og flestir ættu að kannast við, þá er ágætt ekki eitthvað sem sæmir Maus, en þetta er bara álit mitt.
-

10. Ryðgaður geimgengill 9:14
-
Skemmtilegasta, besta, vandaðasta, frumlegasta og lengsta lag disksins er „Ryðgaður geimgengill“. Það er svo frábært að ég hlustaði á það fimm sinnum áður en ég byrjaði að skrifa gagnrýni um það sem er langt yfir meðallagi, allavega í þessari gagnrýni. Textinn er vægast sagt frábær og standa allir hljóðfæraleikarar sig mjög vel, söngur Bigga er einnig framúrskarandi. Ég bókstaflega elska þetta lag. Það er frábært, mæli sterklega með því.
-

Ég veit ekki hvernig disknum var tekið á sínum tíma, en ég giska á að hann hafi selst vel. Ég ætla ekki að lengja þetta frekar, diskurinn er frábær og gef ég honum 8,5.

Ég vil einnig minna á heimsíðu Maus, <a href=”http://www.maus.is">Maus.is</a>

Kv,
Hrannar Már.