Ég skrifaði um daginn gagnrýni um nýjustu afurð Maus drengja, <a href="http://www.hugi.is/islensk/greinar.php?grein_id=16343468“>Musick</a>. Það er jólafrí og langar mig mjög að skrifa gagnrýni um fjórðu plötu þeirra sem ber nafnið „Í þessi sekúndubrot sem ég flýt“. Platan kom út þann 4. nóvember árið 1999, um hljóðblöndun sá Páll Borg og, eins og yfirleitt, sá Birgir Örn alfarið um textasmíði. Platan er ein sú besta sem ég hef heyrt frá Íslenskri hljómsveit, eins og ég sagði í Musick-greininni, þá er þessi plata næstbesta plata Maus.

„Í þessi sekúndubrot sem ég flýt“ kom út tveimur árum eftir að „Lof mér að falla að þínu eyra“ kom út, ég mun vonandi fjalla um þá gersemi fljótlega. Platan er öll sungin á íslensku og er mjög vönduð. Hérna byrjum við :

1. Strengir 4:04
-
Flott lag, gott byrjunarlag á diskinn. Lagið er hugsað meira fyrir hljóðfærin en sönginn, þá á ég við að það er ekki sungið jafn mikið og önnur frá Maus. Ég er mjög hrifinn af þessu lagi, þó þetta sé langt frá því að vera mitt besta lag, viðlagið er flott og bara flott lag í heildina séð.
-

2. Báturinn minn lekur 4:10
-
Frábært lag. Þetta lag kemur sterklega til greina sem besta lag plötunnar. ”..Ég veit að hann sekkur..“ Viðlagið, eða brúin öllu heldur, er frábær, algjörlega framúrskarandi. Ég mæli með þessu lagi fyrir alla, amma mín hefði örugglega gaman að þessu lagi, og þá er mikið sagt (Hún hlustar á Robertino). Flott lag.
-

3. Dramafíkill 5:16
-
Dramafíkill var lagið sem lét mig fá áhuga á Maus. Félagi minn lét mig hafa þetta lag, og ég elskaði það strax. Ég reyndar man eftir að hafa heyrt lög eins og „Égímeilaðig“ áður, en þá var ég kannski of ungur til að geta hlustað á þessa tónlist. Ég fór að kynna mér Maus og hér er ég. Lagið er frábært í alla staði, verse, viðlag, texti og svo kemur einn kafli sem er frábær ”..Ef stafrófið væri lengri, myndi meining orðana dýpka? Þú laugst aldrei að henni….þú sagðist bara ósatt..“ ég veit ekki um þig lesandi góður, en mér finnst þetta lag magnað. Textinn fjallar víst um Birgir, allavega skilst mér það, hlustið bara á lagið eða lesið textann.
-

4. Gefðu eftir 3:20
-
„Gefðu eftir“ mun ég aldrei flokka undir verulega gott lag, en það er nú samt ágætt. Ég hef heyrt þau verri, og ég hef heyrt þau betri.
-

5. Gerð úr við 3:55
-
Ég veit ekki hvað skal segja. Viðlagið er fínt, annars fíla ég þetta lag ekki. Ef ég myndi ráða hvaða lög kæmu á ”Maus Best Of“ myndi þetta lag ekki komast á diskinn.
-

6. Allt sem þú lest er lygi 4:43
-
Hef bara eitt orð yfir þetta lag ; geðveikt. Þetta er frábært lag, ”..allt sem þú lest er lygi..“, og það er meira segja talað um Fréttablaðið :)
Þetta er mjög gott lag og það er víst búið að klóna menn. Viðlagið er skemmtilega skemmtilegt, ef þú veist hvað ég á við.
-

7. Kerfsbundin þrá 5:40
-
Yndislegt lag, kemst á Topp5 lista Maus drengja. Lagið byrjar á flottu bassa-intro-i. Síðan bætist fiðlan inn í (Vil benda á að þetta er sama lag og ”How far is too far?") og svo gítar. Söngurinn og textinn er algjör snilld [<a href"http://www.maus.is/textar/skoda.asp?lykill=38">sjá hérna</a>]. Söngur Bigga er frábær, textinn er frábær og viðlagið er yndislegt. Ég held að ég get talað fyrir flesta þegar ég segi “Vel gert!” Við lagið var gert myndband og stjórnaði Reynir Lyngdal upptökum.
-

8. Kemur og fer 5:31
-
Þetta er sko flott lag. Byrjar mjög vel, manni líður vel með þetta lag á. Söngur Bigga er alveg til fyrirmyndar og textinn flottur, “..kemur og fer..eldist ekki..”. Undir söngnum, og þegar söngurinn er ekki heyrir maður rödd konu, eða ég held, gæti allt eins verið Biggi. Danni stendur sig vel á trommunum, og það sama er að segja um Eggert, Pál og auðvitað Bigga. Þetta lag höfðar kannski ekki til allra, en öll höfum við nú mismundandi smekk.

9. Bílveiki 3:04
-
Lagið byrjar ekki eins og hvert annað Mauslag, síður en svo. Það er fjörugt, flott og skemmtilegt. Söngurinn heyrist ekki eins vel og í hinum lögunum (heyrnartólin mín?) og viðlagið er magnað. Riffin í laginu eru framúrskarandi og glæsileg. Trommurnar eru frábærar, Daníel á hrós skilið fyrir trommuslátt sinn, sem er hraður og mjög taktfastur. Mjög gott lag.
-

10. Maðurinn með járnröddina 4:17
-
Síðasta lag disksins heitir „Maðurinn með járnröddina“ og á víst að vera svar Bigga til þeirra sem setja út á rödd hans. Mjög gott lag.
-

Það eru margir sem ekki þola Maus og er það yfirleitt röddin sem pirrar þá. Ég skil það ekki, mér finnst rödd Bigga yndisleg, og yfir allt, flott. Plata þessi seldist eins og heitar lummur, og eftir hana urðu Maus menn að horfast í augu við frægðina. Það var ekki mikið að gera hjá Maus mönnum milli 2000-2003. 2002 fóru þeir til Þýskalands að taka upp Musick, sem svo seinkaði aðeins. Eins og ég sagði í Musick greininni þá bjóst ég alls ekki við að þeir gætu gert betur, en þeir komu með Musick, sem er aðeins betri. Platan fær 9,0 af 10,0. Ég vil þakka fyrir mig.

Kv,
HrannarM.