Sælir p1mpar og aðrir meðlimir quake samfélagsins. Á slíkum sorgardegi verður manni hugsað til þeirra mörgu góðu stunda, sem maður átti með þeim sem í dag eru ekki lengur á meðal vor. skjalfti4.simnet.is og skjalfti4.simnet.is:27911 voru mér hvað kærastir og gáfu mér og svo mörgum öðrum ómældar gleðistundir. Þeir eru nú horfnir og það eina sem lifir er minning þeirra, gerð eilíf í ótöldum demoum, screenshottum og condumpum.
En ég ber sorgina ekki einn - litla quake samfélagið okkar telur hundruði. Sú staðreynd gerir það erfiðara að sætta sig við að örfáar hræður skuli geta valdið slíkum skaða - þeas borið ábyrgð á hvarfi skjálfta serveranna.
Oftast er það þannig að hæst glymur óánægjukórinn, meðan þeir sem ánægðir eru, sjá sjaldan ástæðu til að lofa það sem þeir eru ánægðir með. En nú krefjast simnets p1mpar þess greinilega að við (þessir ánægðu) látum í okkur heyra og ausum yfir þá lofinu, sem við höfum svo lengi byrgt inni - þeir eiga það líka skilið.

Þið hafið staðið ykkur vel þrátt fyrir mótlætið. Aldrei hafa AQ serverarnir gegnið jafn vel eða verið jafn vinsælir. Það er sannarlega synd að þeir þurfi að deyja á hápunkti lífsins.

/Gaddurr

P.S. p1mps…
það eru til aðrar leiðir til að losna við skemmdu eplin. T.d. að banna þá.<BR