Takk,hvernig gekk meðgangan hjá tíkinni þinni?
Fannst þér hún breytast mikið í geðinu á meðgöngunni?
Mín er orðin ferlega lítil í sér og lystarlaus.
Vill ekkert annað en bara liggja við fæturnar á okkur og sofa,ég er örlítið áhyggjufull hvað hún er lystarlaus,rétt nartar í matinn,svona eins og til að gera mér til geðs,eða svo hinn hundurinn fá ekki hennar mat,svo snýr hún sér bara við og leggastniður ferlega skömmustuleg.
Ég vissi að það væri gott að gefa þeim hvolpamat á meðgöngu og þar til þeir væru hættir á spena,ekki veistu um góða síðu þar sem er talað um svona lagað.Verð að viðurkenna að ég er ekki mikið fróð um meðgöngu,annað en þegar tíkurnar í sveitinni í gamla daga voru hvolpafullar(sem var ansi oft),þannig að öll ráð eru vel þegin.
Þakka fyrir
Shiva