Mig langar til að forvitnast um hver skoðun ykkar er á því hvort litlir hundar fái aðra meðferð en stórir hundar. komast litlu hundarnir ekki upp með meira? svo sem sífellt gjamm og frekjustæla. ég er ekki að tala um það að auðvitað þarf að grípa meira inn í t.d. leik á milli stórs hunds og mjög lítils. heldur finnst mér oft vanta að litlu hundarnir séu yfirhöfuð látnir hlýða nokkrum sköpuðum hlut. er erfiðara að ala þá upp? ég lenti allavega í því í gær að voffinn minn gat ekki farið út að pissa fyrr en 45 mínútum eftir að hún vaknaði vegna þess að það var chihuahua í heimsókn hjá nágrannanum og krakkar úti með hundinum sem var bundinn og stóð á garginu í þessar 45 mínútur. auðvitað fór hundurinn minn bara út til að gelta þá líka og gleymdi því algerlega að hún þurfti að pissa. það er ekki eins og chihuahua gelti lágt og ég get ómögulega skilið hvernig þeir komast upp með þetta sífellda gjamm. ég veit það allavega að tíkin mín kemst ekki upp með það að gelta nema í mesta lagi í 2-3 mínútur, kemst oft upp í 3 ef ég veit að hún er að gelta útaf því að nágrannakrakkarnir eru að garga á hana og stríða henni. er að reyna að fá foreldrana út til að segja krökkunum að dýr eru ekki leikföng og það sé ekki fallegt að stríða þeim svona. en ég gefst nú alltaf upp áður en það gerist. og vissulega tek ég hana inn um leið ef óskað er eftir því þó ég ætti oft ekki að þurfa þess. hafið þið tekið eftir þessu eða snýst málið ef til vill um að oftar er kvartað yfir hundum sem eiga heima á staðnum en eru ekki bara í heimsókn?, þó þeir séu það mjög oft.
kv. Pooh