Vitiði til þess að maður geti ofreynt hundana sína? segja þeir ekki til bara sjálfir? fór að pæla í þessu þar sem ég hef haft óvenju mörg tækifæri til að fara og leyfa tíkinni minni að leika við aðra hunda t.d. á geirsnefinu og svo nátturulega hundagangan. á maður að setja einhver tímamörk og stoppa hana af? hún er orðin 10 mánaða og þetta er alltaf frjáls leikur hjá henni þannig að ég er svosem ekkert að draga hana áfram. en hef svolitlar áhyggjur af því að hún verði hreinlega of þreytt, er það til í dæminu? hún er t.d. búin að fá að fara út að leika 3 það sem af er þessari viku í c.a. 2 klst í senn er það of mikið?

kv. Pooh