hæhæ
Jæja ég er búin að láta verða að því að taka Isolde Glóð úr sambandi þó hún sé ekki nema 8 mánaða. þetta var eitthvað sem þurfti að gera *snökt* vegna mjaðmalossins hjá henni. gat ekki hugsað mér að láta fæðast í heiminn hvolpa sem myndu nánast örugglega erfa það og það hefði líka verið of mikið álag á mjaðmirnar hennar. þannig að hún verður bara að vera ein sinnar tegundar og nátturulega langsætust :)
Aðgerðin sjálf gekk mjög vel en það kom smá babb í bátinn. litlar æðar í húðinni á henni lokuðust ekki að sjálfu sér eins og þær áttu að gera ef til vill vegna þess að húðin á henni er 10 númmerum of stór og þessvegna missti hún mjög mikið blóð áður en tekið var eftir því. vorum ekkert að hringla í henni fyrr en hún fór að vakna úr svæfingunni og þá var bara allt á floti og hún drifinn inn í Garðabæ og opnuð aftur. brennt var fyrir æðarnar og það virðist hafa tekist vel.
Hún er nú öll að verða allt of spræk miðað við að skermurinn er á henni 24 klst sólarhringsins og hún má ekki vera að hoppa og skoppa um. En ég ætla nú ekki að fara að hætta á það að hún ákveði að fjarlægja saumana sjálf, held að ég hafi verið nógu taugaveikluð um hana á tímabili þó hún fari ekki að opna þetta allt saman og það þurfi að sauma upp á nýtt.
Það eina sem kemst að núna er að það á að taka saumana á föstudag víííí, og ég tel niður á hverjum degi og hlakka ofsalega til að geta farið að leyfa henni út að leika án þess að vera í taum :)

kv. Pooh og litli lampi