ég á eina pommeranian tík sem er 5 ára og í dag fór hún á alveg svakalega mikið lóðarí að þegar ég vaknaði voru blóðdropar á endanum í lakinu(leyfi henni stundum að sofa uppí) og hvar sem hún situr eða liggur í húsinu skilur hún eftir sig blóð :S hún hefur aldrei farið á svona mikið lóðarí að það er sjáanlegt….
er þetta alveg eðlilegt, er ekki bara best að kaupa svona spes lóðarí buxur?
og ein spurning, á hún ekki að þrífa sig þegar hún er á lóðarí? það er eins og hún þrífi sig aldrei þótt við séum búin að kenna henni það ;/