hæhæ
núna væri ég rosa þakklát ef ég fengi einhverjar góðar upplýsingar um hip dysplaciu (veit ekki hvernig það er þýtt á íslensku) en það er allavega þegar mjöðmin er nánast ekkert inn í liðnum. það var verið að greina litla krílið mitt (6mán)með þetta á háu stigi og mér sagt að ekkert sé hægt að gera bara bíða og sjá hvort þurfi eða þurfi ekki að svæfa hana. ég get ómögulega bara gert það án þess að hafa allavega reynt að gera mögulega allt sem hægt er til að snúa þroskanum á mjöðminni hennar við eða allavega í betri farveg þannig að þetta hái henni ekki. þetta er vandamál sem er þekkt hjá þungum hundategundum t.d. bulldog (hún fékk þetta semsagt í fæðingagjöf frá pabba sínum). þar sem að hún er ekki nema 6 mánaða er ég að halda í þá veiku von að þetta eigi eftir að skána eitthvað, en útlitið er frekar svart eins og staðan er núna. allavega þá eru allar upplýsingar frá fólki sem veit eitthvað um málið mjög vel þegnar væri gott að hafa einhvern til að tala við sem hefur gengið í gegnum það sama. ég get ekki bara látið þetta hafa sinn gang með krosslagða fingur. ekki nema ég sé þess fullviss að það er það eina sem ég get gert.

kv. Pooh