Ég var að velta fyrir mér vitiði hvernær hvolpatennurnar fara að detta og alvuru tennurnar byrja að koma. tíkin mín er ekki nema rétt rúmlega 4 mánaða og ég var að finna tönn á gólfinu áðan getur ekki verið frá neinum nema henni. hefði ekki tekið eftir þessu nema ég er orðin svo vön því að ef hún er stillt þá er hún að gera eitthvað af sér og viti menn hún var að leika með tönnina á gólfinu, þvo henni og skirpa henni út úr sér, er í lagi ef hún borðar einhverja tönnina? er eitthvað sem þarf að hafa í huga á þessum tímamótum? litla stelpan mín er að verða stór :)

kv. Pooh